Bara að athuga hvort það sé einhver enn að fylgjast með :)

Leitt að það tókst ekki að ná nægum massa til að halda umræðunum gangandi. Samt gott að hafa íslenskan feddit þjón, það eru virk samfélög á öðrum þjónum sem er hægt að nýta gegnum þennan.

Svo er alltaf möguleiki á að næst þegar reddit skýtur sig í fótinn með heimskulegum ákvörðunum komi ný bylgja af notendum hingað.

  • Drekaridill@feddit.is
    link
    fedilink
    Íslenska
    arrow-up
    2
    ·
    2 months ago

    Ég er hér. Það væri gaman ef við værum líka tengdir fleiri þjónum. Þarf stundum að stökkva á lemmy.world aðganginn þinn fyrir sumt efni.

    • fikniefnadjofullinn@feddit.isOP
      link
      fedilink
      arrow-up
      1
      ·
      2 months ago

      Þarf að tengjast þjónum sérstaklega? Hélt að það gerðist bara sjálfkrafa um leið og einhver notandi gerist áskrifandi að community.

      Ertu með dæmi um eitthvað sem þú kemst ekki á gegnum feddit.is?

      • Drekaridill@feddit.is
        link
        fedilink
        Íslenska
        arrow-up
        1
        ·
        2 months ago

        Ekki beinlínis að ég komist ekki inn á þau, en þau birtast ekki í leitarniðurstöðum. Ef ég flokka eftir því vinsælasta síðustu 6 klst í All fæ ég mun færri færslur hér heldur en á lemmy.world.

        • fikniefnadjofullinn@feddit.isOP
          link
          fedilink
          arrow-up
          2
          ·
          2 months ago

          Já skil þig. Ég held að leitin birti bara niðurstöður frá subs sem einhver notandi hér er áskrifandi að. Þannig að ef þú bætir subbinu við þá ættirðu að sjá niðurstöður frá því í framtíðinni.

          En vissulega óheppilegt ef maður vill leita í öllum subs.